Viðskipti

Inga Birna ráðin framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 13:36

Inga Birna ráðin framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos

Keflvíkingurinn Inga Birna Ragn­ars­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá vef­hönnunarfyrirtækinu Kos­mos & Kaos í Reykjanesbæ. Inga Birna starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri og aðstoðarfor­stjóri flug­fé­lags­ins WOW air og í stjórn­un­ar­stöðum hjá Icelanda­ir, Flug­fé­lagi Íslands og 365 miðlum.

Hún hef­ur ára­langa reynslu af rekstri, er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Inga Birna er einnig varamaður í stjórn Íslands­stofu og hef­ur setið í ýms­um stjórn­um og nefnd­um síðastliðin ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Þetta er spenn­andi tæki­færi, ég hlakka mikið til að vinna með hæfi­leika­ríku fólki hjá Kos­mos & Kaos og taka á móti nýj­um áskor­un­um í leiðinni. Rekst­ur Kos­mos & Kaos hef­ur gengið mjög vel, tæki­fær­in eru okk­ar og við ætl­um að grípa þau,“ seg­ir Inga Birna í til­kynn­ingu.

Starfs­menn Kos­mos & Kaos eru nú 12 tals­ins en fyr­ir­tækið var stofnað fyr­ir fjór­um árum og hef­ur á því tíma­bili hannað og for­ritað vefi fyr­ir mörg stærstu og fram­sækn­ustu fyr­ir­tæki lands­ins.