Viðskipti

Glæsilegt Park Inn by Radisson hótel í Keflavík
Fimmtudagur 11. febrúar 2016 kl. 16:50

Glæsilegt Park Inn by Radisson hótel í Keflavík

„Með þessum breytingum förum við úr því að vera flugvallarhótel í glæsilegt ráðstefnuhótel undir nafninu Park Inn by Radisson,“ segir Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri en nýlega var nafni Icelandair hótelsins í Keflavík breytt eftir að gengið var til samstarfs við Carlson Rezidor hótelkeðjuna en hún er þekkt og ein sú stærsta í heimi.

Í upphafi hét hótelið Flughótel og var stofnað af hjónunum Steinþóri Júlíussyni heitnum og Sigrúnu Hauksdóttur konu hans. Síðar undir eignarhaldi Bjarna Pálssonar breyttist það í Icelandair hótelið í Keflavík. Bjarni segir að það séu spennandi tímar framundan hjá þeim og þau hlakki til samstarfsins við nýju keðjuna. Í hótelinu nú eru sjö ráðstefnusalir og búið er að endurnýja nær öll herbergi hótelsins auk þess sem byggð hafa verið ný. Herbergin er í þeim stíl sem sjá má á Park Inn hótelum víða um heim þar sem litir fá að njóta sín.

Þau Bergþóra og Bjarni eru sammála um að Reykjanesið sé sífellt að verða vinsælla meðal erlendra ferðamanna. Dvöl þeirra sé að lengjast og þeir séu ánægðir með náttúrufegurð og fleira á svæðinu. Einnig séu Íslendingar duglegir að nota þjónustu hótelsins enda í fimm mínútna fjarlægð frá flugstöðinni og býður auk þess upp á að geyma bíla gesta á meðan þeir dvelja í útlöndum.

Meðal breytinga á hótelinu er mikil stækkun á afgreiðslu og þá hefur göngugatan fengið nýtt hlutverk en þar er nú hægt að setjast niður með drykk og veitingar í glæsilegu umhverfi. Lögð verður áhersla á enn meiri þjónustu í mat og drykk á Local veitingastaðnum.

Park Inn hótelið er í sviðsljósinu í vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bjarni Pálsson eigandi hótelsins greindi frá veigamiklum breytingum. VF-myndir/pket og OZZO.

Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri með Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra og Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Séð inn í eitt af splunkunýjum herbergjum áPark Inn hótelsins í Keflavík.

Iðaðarmenn stóðu í ströngu síðustu vikur og mánuði við framkvæmdir, hér eru nokkrir þeirra.

Séð inn í „lobbýið“, stækkaða afgreiðslu hótelsins.

Sjö salir af ýmsum stærðum eru nú í hótelinu.

Bæjarstjórahjónin í Reykjanesbæ, Jóna Guðjónsdóttir og Kjartan Már tylltu sér í skemmtilega sófana í göngugötunni.