Viðskipti

  • Framleitt úr gæðahráefnum
  • Framleitt úr gæðahráefnum
Fimmtudagur 5. júní 2014 kl. 12:12

Framleitt úr gæðahráefnum

– með hollustu að leiðarljósi

Fyrirtækið Gott í kroppinn ehf. á Ásbrú hefur aðsetur í einu af fyrrum mötuneytum Varnarliðsins.

Fyrirtækið er rekið af Heiðrúnu Sigurðardóttur og Sverri Kristjánssyni og veitir í dag fjórum starfsmönnum vinnu. Gott í kroppinn ehf. var stofnað 2011 og hóf þá strax framleiðslu á vinsælum matarbökum sem áður höfðu verið á boðstólum á veitingastað í Örlygshöfn að Hnjóti á Vestfjörðum.

Auk framleiðslu á bökum framleiðir fyrirtækið humarsúpu og humarsúpugrunn. Þá hóf Gott í kroppinn ehf. fljótlega innflutning á kryddum sem pakkað var í stórar einingar fyrir veitingahús sem síðar leiddi til þess að farið var að pakka kryddum í smærri einingar til sölu í matvöruverslunum. Framundan er síðan að opna vefverslun með krydd á slóðinni kryddhusid.is.

Sverrir Kristjánsson segir í samtali við blaðið að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að vinna aðeins úr gæðahráefnum með hollustu að leiðarljósi. Fyrirtækið framleiðir mikið af tilbúinni frosinni matvöru, skyr- og jógúrtsósur og þá frekar í hollari kantinum. Tzaziki-sósan er flaggskip fyrirtækisins en hún er elsta sósa í heimi. Sósurnar eru allar skráargatsmerktar hágæða hollustuvörur.

Fyrirtækið framleiðir nokkuð af kökum sem eru bæði frystar og ferskar. Gott í kroppinn framleiðir muffins og hjónabandssælubita, sítrónutertu, franska súkkulaðitertu, eplatertu og hráfæðistertu undir vörumerkinu Matstofa. Einnig er framleitt grænmetis- og kjötlasanja í stærðareiningum fyrir mötuneyti.

Á Suðurnesjum er hluti af vörulínunni seldur í Nettó en á höfuðborgarsvæðinu annast Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin m.a. sölu á vörum frá Gott í kroppinn.


Hamingju hráfæðiskaka


Hluti af kryddlínunni sem Gott í kroppinn framleiðir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024