Viðskipti

Brjálað að gera í Fluguveiðikofanum - ekkert komist í veiðina!
Veiðibúðin hjá Júlla er skemmtileg og úrvalið í margs konar veiðivörum hið besta. Útlendingar hafa verið stór hópur viðskiptavina í sumar.
Þriðjudagur 11. ágúst 2015 kl. 13:58

Brjálað að gera í Fluguveiðikofanum - ekkert komist í veiðina!

„Þetta er búið að vera frábært í sumar. Mjög mikil aukning í verslun hjá mér. Útlendingar helling á ferðinni á Hafnargötunni og hafa verið tíðir gestir hér hjá mér,“ segir Júlíus Geirmundsson eigandi Fluguveiðikofans á Hafnargötu í Keflavík í stuttu spjalli við VF.

Júlíus segir að útlendingarnir hafi keypt talsvert af veiðivörum, m.a. flugur og flugusett til gjafa en einnig íslenskar vörur, Icewear fatnað og fleira. Þá sé líka aukning í viðskiptum frá heimamönnum í veiðivörum.

„Ég starfaði mikið við veiðileiðsögn í fyrrasumar og það stóð til að ég myndi sinna því eitthvað í sumar en traffíkin hefur bara verið það mikil að ég hef ekki komist í veiðina. Lúxusvandamál getum við sagt, virkilega skemmtilegt,“ sagði veiðikappinn hress í bragði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024