Valdimar Guðmundsson í Rocky Horror

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson mun fara með hlutverk Eddie í söngleiknum Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Páll Óskar Hjálm­týs­son fer með aðal­hlut­verkið í söng­leikn­um sem frum­sýnd­ur verður eft­ir ára­mót í Borg­ar­leik­hús­inu. Jón Ólafsson verður tónlistarstjóri sýningarinnar.

Á facebook síðu Borgarleikhússins má sjá þá félaga renna í létta æfingu á Stóra sviðinu.