Mannlíf

UNG: Harður að utan en dúnmjúkur að innan
Þriðjudagur 25. nóvember 2014 kl. 21:09

UNG: Harður að utan en dúnmjúkur að innan

Árni Fannar er í UNG vikunnar.

Árni Fannar Guðmundsson er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hann segir að þátturinn Orðbragð komi stundum til með að hjálpa honum við tungumálið og að Lífsleikni Gillz sé besta bók sem hann hefur lesið.

Hvað gerirðu eftir skóla?
Fer heim fæ mér að borða og bruna svo strax í Hafnafjörðinn, hitti kærustuna og skelli mér svo á æfingu. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver eru áhugamál þín?
Handbolti, tónlist og tala nú ekki um ástarmálin.

Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir og íslenska.

En leiðinlegasta?
Stærfræði það er nú ekki fyrir hvern sem er að leysa.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Paul Walker og Vin Diesel.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Það yrði nú ekki amalegt að geta flogið.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Atvinnumenska í handbolta, nú ef það klikkar kemur flugmaðurinn sterkur inn. 

Hver er frægastur í símanum þínum?
Logi Geirsson.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Það er hún amma mín hún Guðrún Guðmundsdóttir, Logi Geirsson, tala svo ekki um þegar ég og meistari Jón Jónsson setjumst niður og ræðum málin í Kaplakrika.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Ég myndi klárlega hoppa upp í næstu flugvél og skella mér á Monte Carlo og leika mér á snekkju í einhverju góðu rugli þar.

Hvaða app notar þú mest?
Ég nota snapparann mest.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Harður að utan en dúnmjúkur að innan.

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Félagslífið er hvergi betra en hér.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Freedom með DJ Bobo.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? 
Orðbragð kemur til með að hjálpa mér stundum, þyrfti líka helst að finna enskan orðbragðs þátt, mér veitir nú ekki af því.

Besta:

Bíómynd?
To Fast To Furious.

Sjónvarpsþáttur?
CSI og NCIS.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Nickelback og bara flest allt Hip Hop t.d. Migos, DJ Bobo, DJ Muscleboy og margir fleiri.

Matur?
Nautakjötið hjá tengdó allan daginn.

Drykkur?
Íslenska vatnið alltaf lang best.

Leikari/Leikkona?
Paul Walker.

Fatabúð?
H&M.

Vefsíða?
Það má vera Facebook.

Bók?
Er ekki mikið fyrir bækur en Lífsleikni Gillz var meistaraverk.