Mannlíf

  • Troðfylltu kirkjuna í tvígang á Queen-messu
  • Troðfylltu kirkjuna í tvígang á Queen-messu
    Séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkurkirkju.
Föstudagur 19. maí 2017 kl. 05:00

Troðfylltu kirkjuna í tvígang á Queen-messu

Keflavíkurkirkja var fyllt í tvígang á Queen-messu sem haldin var í kirkjunni um síðustu helgi. Þar fékk kór Keflavíkurkirkju Jón Jósep Snæbjörnsson til liðs við sig. Flutt voru Queen-lög við íslenska texta og við undirleik hljómsveitar. Fjallræðan er umfjöllunarefni messunnar en sóknarpresturinn, séra Erla Guðmundsdóttir, flutti erindi á milli laga þar sem hún lagði út frá stefnum fjallræðunnar.

Queen-messan verður endurflutt um helgina í Selfosskirkju á laugardag kl. 13:30 og í Lauganeskirkju sama dag kl. 17:30. Það er því kjörið fyrir Suðurnesjafólk sem missti af þessum tónleikum að skella sér í þessar kirkjur til að upplifa stemmninguna en kórinn, hljómsveitin og Jónsi leysa verkefnið mjög vel. Myndirnar voru teknar í Keflavíkurkirkju sl. sunnudag.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024