Mannlíf

Spjaldtölvuvæðing grunnskólanema
Ipad-væddir grunnskólanemendur.
Þriðjudagur 15. apríl 2014 kl. 09:52

Spjaldtölvuvæðing grunnskólanema

Jafnar félagslega stöðu og bætir hag heimilanna

Reykjanesbær er að „iPadvæða“ kennslu á öllu unglingastigi í skólum bæjarins. Það er gert í þremur þrepum. Einn árgangur í hverjum skóla hefur þegar fengið iPad til notkunar í námi sínu.

Að sögn Haraldar Axels Einarssonar, aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla, minnkar kostnaður heimilanna mikið við þetta. Þannig fer kostnaður heimilanna á hvern nemanda við upphaf annar úr 8-10 þúsund krónum niður í núll. Nemendur gætu reyndar hugsanlega þurft að endurnýja gúmmí framan á pennum sem notaðir eru þegar skrifað er á Ipadinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að þar sem allir fái afhenta iPadana til persónulegrar notkunar, jafni það félagslega stöðu nemenda. „Með þessu hafa allir nemendur jöfn tækifæri til að kynna sér og nota hina nýju tækni, ekki bara þau börn sem koma frá efnameiri heimilunum. Það nýtir mannauðinn betur og auki hamingju barnanna.“

Einnig sé mikilvægt að nemendur tileinki sér strax þá möguleika sem felast í nýrri tækni. „Það er hlutverk grunnskólans að laða fram það besta sem býr í hverjum og einum og búa undir fullorðinsárin. Það getur grunnskólinn ekki nema að starf hans taki mið af því samfélagi sem skólinn starfi í. Nauðsynlegt er að skólafólk fylgist vel með tækniframförum og setji þær jafnóðum inn í skólana sem eðlilegan hluta skólastarfs,“ segir Gylfi Jón.