Mannlíf

Sólbað og búðarrölt í Boston
Föstudagur 1. ágúst 2014 kl. 09:27

Sólbað og búðarrölt í Boston

Verslunarmannahelgi Suðurnesjamanna

Elín Rós Bjarnadóttir er kennari, jógakennari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ en starfar sem flugfreyja hjá Icelandair á sumrin. Hún verður á vakt um helgina og flýgur til Boston.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég er að vinna í háloftunum um verslunarmannahelgina og mun því eyða helginni í Boston. Ætli ég fái mér ekki eitthvað gott að borða á Cheesecake Factory, taki smá búðarrölt og skelli mér í sólbað ef veður verður gott.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Lykillinn að góðri verslunarmannahelgi er auðvitað góða skapið. Ef við tökum það með okkur í ferðalagið þá verður gaman hvernig sem viðrar eða hvar sem við erum.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ég hef tvisvar komið til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi og þær helgar standa svo sannarlega upp úr. Það er ákveðinn sjarmi yfir þessari hátíð og ég stefni að því að fara einhvern tíma aftur.