Mannlíf

Fluttum rigninguna með okkur til Danmerkur
Laugardagur 1. september 2018 kl. 11:29

Fluttum rigninguna með okkur til Danmerkur

- Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, rifjar upp sumarið 2018

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018? //„Sumarið mitt einkenndist aðallega af sölu og kaupum á nýju heimili fyrir okkur og svo flutningum í kjölfarið á því. Engu að síður þá vorum við dugleg að skreppa í styttri túra á húsbílnum okkar. Við byrjuðum í snjókomu í maí og vorum að koma úr alls konar veðri í Kerlingarfjöllum og á Kili,“ segir Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, spurður út í sumarið 2018.
 
„Það sem þó stendur upp úr frá liðnu sumri er ferð sem meirihluti fjölskyldunnar fór í sumarhús á Sjálandi í Danmörku. Reyndar fluttum við rigninguna með okkur þangað og kættust Danirnir mjög við það. Danmörk tekur alltaf vel á móti manni og býður upp á endalausa afslöppun og afþreyingarmöguleika“.
 
Hvernig verður Ljósanótt hjá þér?
„Frá því að ég flutti hingað til Reykjanesbæjar aftur þá hef ég verið þátttakandi í tónlistarveislunni í Duushúsum eftir hádegi á laugardeginum þannig að það hefur markað laugardaginn nokkuð hjá manni. Ég hef alltaf sótt sýningar heimamanna hvers eðlis sem þær eru og dáist alltaf að því hversu frjótt og hæfileikaríkt fólk býr hér,“ segir Þorvarður Guðmundsson.

 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024