Fjölmenni í Duus safnahúsum

Fjölmennt var á sýningum í Duus safnahúsum fram á kvöld í gærkvöldi. Fjórar sýningar voru opnaðar. Það eru ljósmyndasýningarnar „Eitt ár á Suðurnesjum“ og „Eitt ár í Færeyjum“.
 
Sýningin „Endalaust“ sem er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Handverks og Hönnunar.
 
Þá var það sýningin „…svo miklar drossíur“ sem er sýning Thelmu Björgvinsdóttur á Silver Cross barnavögnum frá ýmsum tímum.
 
Þá var útilistaverkið Súlan einnig opinberað við opnun sýninganna en verkið stendur við suðurgafl Bryggjuhúss Duus safnahúsa.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýninganna.


Fjölmennt var við opnun sýninga í Duus safnahúsum.


 

Opnun sýninga í Duus safnahúsum á Ljósanótt 2018