Mannlíf

Ellert í 8 manna úrslitum á morgun
Ellert Heiðar Jóhannsson, sjómaður og söngvari úr Grindavík.
Fimmtudagur 26. nóvember 2015 kl. 10:15

Ellert í 8 manna úrslitum á morgun

- Söng I can´t live með glæsibrag og komst áfram

Ellert Heiðar Jóhannsson, sjómaður úr Grindavík, söng lagið I can´t live í síðasti þætti The Voice með glæsibrag og komst áfram. Hann verður því meðal átta keppenda í þættinum annað kvöld. Sá þáttur er sá næst síðasti og verður símakosning í lokin þar sem þjóðin fær að velja þá fjóra sem komast áfram í úrslitaþáttinn í næstu viku.
 
Til mikils er að vinna fyrir þann söngvara sem stendur uppi sem sigurvegari því ein milljón króna í peningum, afnot af Toyota Aigo í ár, ásamt upptökutímum í stúdíói og útgáfu eru í verðlaun.
 
Ellert er sjómaður á bátnum Auði Vésteins frá Grindavík. Hann er frá Sauðárkróki en flutti til Grindavíkur fyrir sjö árum. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Vonar frá Sauðárkróki í nokkur ár.
 
Hér má sjá frábæra frammistöðu Ellerts í síðasta þætti þegar hann tók lagið I can´t live sem þekkt er í flutningi Mariah Carey.
 

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024