Fréttir

Varðskip kom skútu til bjargar vestur af Garðskaga
Mynd úr safni.
Miðvikudagur 27. júlí 2016 kl. 12:09

Varðskip kom skútu til bjargar vestur af Garðskaga

Varðskipið Týr þurfti að aðstoða ástralska skútu sem var í vanda um 180 sjómílum vestur af Garðskaga í gær. Leki hafði komið upp í skútunni en hún sigldi á eigin vélarafli í átt að landi, en Týr kom til móts við skútuna með eldsneyti.

Varðskipsmenn fluttu tæpa 220 lítra af eldsneyti yfir til skútunnar og einnig könnuðu þeir skemmdir á henni. Að lokinni eldsneytisgjöf og mati á skemmdum var ákveðið að skútan héldi til hafnar á Íslandi til viðgerðar en ekki var talin þörf á að varðskipið fylgdi skútunni. Skútan er í samfloti með annarri skútu sem mun fylgja henni til hafnar og eru þær væntanlegar seinnipartinn á morgun, fimmtudag.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024