Þuríður tekur við forstöðu Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ

Þuríður Elísdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistuheimilanna tveggja í Reykjanesbæ, hefur verið ráðin forstöðumaður heimilanna og tók hún við þann 1. janúar.

Hrönn Ljótsdóttir, sem verið forstöðumaður frá því að Hrafnista tók að sér starfsemi heimilanna í Reykjanesbæ árið 2014, mun taka við forstöðu hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ þar sem Hrafnista tekur við rekstri þann 1. febrúar.

Þuríður er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur um tveggja áratuga reynslu af störfum í öldrunarþjónustu í Reykjanesbæ, en hún hóf störf á Garðvangi árið 1999. Hún tók þar við starfi deildarstjóra árið 2004 og gegndi því starfi allt þar til heimilinu var lokað og hún var ráðin deildarstjóri Hrafnistu á Nesvöllum þegar heimilið þar opnaði árið 2014 undir merki Hrafnistu.

Við breytinguna hefur Þuríður nú tekið sæti í framkvæmdaráði hjúkrunarheimila Hrafnistu, þar sem eiga sæti forstöðumenn allra heimilanna auk forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.