Fréttir

Stórþjófnaður úr ferðatösku
Sunnudagur 22. október 2017 kl. 06:00

Stórþjófnaður úr ferðatösku

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn átti sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna. Verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum.

Nokkuð bið hafði orðið á því að hópurinn sem viðkomandi hafði ferðast með fengi farangur sinn þegar komið var á áfangastað. Við komuna á hótel, þegar tekið var upp úr ferðatöskum, kom í ljós að farið hafði verið í þær sem voru ólæstar og ýmsu stolið úr þeim. Ofangreindur ferðamaður saknaði einkum verðmætra skartgripa en einnig snyrtivara og fleira.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá var lögreglu tilkynnt um hnupl úr lyfjaverslun í umdæminu.