Fréttir

  • Söluandvirði eigna á Ásbrú ekki til Suðurnesja
    Frá Ásbrú í Reykjanesbæ.
  • Söluandvirði eigna á Ásbrú ekki til Suðurnesja
    ISAVIA framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna á ári segir fjármálaráðherra í svari til Silju Daggar.
Mánudagur 20. mars 2017 kl. 18:16

Söluandvirði eigna á Ásbrú ekki til Suðurnesja

- Framtíð KADECO óljós og ISAVIA fjárfestir fyrir 20 milljarða á ári á Suðurnesjum

Allar greiðslur vegna sölu eigna á Ásbrú hafa runnið til ríkissjóðs og munu gera það áfram. Það er í samræmi við meðferð söluandvirðis allra annarra eigna ríkisins um allt land. „Ég mun ekki beita mér fyrir því að gera undanþágu frá þessari reglu í þessu tilviki,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í svari við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
 
Silja Dögg spurði fjármálaráðherra hvort til greina komi að verja hagnaði af sölu eigna á gamla varnarsvæðinu til áframhaldandi uppbyggingar á Ásbrú. Sala eigna á svæðinu hefur skilað 18 milljörðum króna í Ríkisstjóð á síðustu 10 árum en rekstur og umsýsla svæðisins hefur á sama tíma kostað 7 milljarða króna. Fram hefur komið að kostnaður Reykjanesbæjar af Ásbrú hefur verið meiri en tekjurnar sem sveitarfélagið hefur fengið af þessu nýjasta hverfi bæjarins.
 
Fjármálaráðherra benti á í svari sínu til Silju Daggar að í dag starfi um 650 manns hjá 115 fyrirtækjum á Ásbrú og af þeirri starfsemi ættu að renna töluverðar fjárhæðir í formi skatta til sveitarfélagsins. 
 
Þá benti hann einnig að fyrirtæki á svæðinu væru í mikillu uppbyggingu. Þannig væri eitt af fjórum gagnaverum á Ásbrú búið að byggja upp fyrir á þriðja tug milljarða. Fjárfestingar ISAVIA væru einnig umtalsverðar en árleg fjárfesting félagsins sé um 20 milljarðar króna á ári næstu árin. Það sé hærri upphæð á ári en umsýsla með fasteignir á Ásbrú hafi skilað síðasta áratuginn.
 
Hvað varðar framtíð Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, þá hafi fjármálaráðherra ekki mótað sér stefnu varðandi félagið og hann viti því ekki hver framtíð þess verði. Hann muni þó funda með félaginu á næstunni.
 
 
Public deli
Public deli