Fréttir

Skipa upp tréflís fyrir United Silicon
Fimmtudagur 27. júlí 2017 kl. 11:40

Skipa upp tréflís fyrir United Silicon

Nú er unnið að uppskipun á tréflís í Helguvík fyrir United Silicon, kílilverið í Helguvík. Uppskipun hófst í gær og er gert ráð fyrir að henni ljúki á morgun. Tréflísin er eldiviður fyrir ofn United Silicon og það efni bæjarbúar í Reykjanesbæ finna brunalykt af frá verksmiðjunni.
 
Nú bíður eitt skip á ytri höfninni eftir að komast að í Helguvík með farm og enn eitt skipið er svo væntanlegt á mánudag.
 
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri stundum flókið að púsla saman skipakomum í Helguvík og fyrir löngu væri komin þörf á að lengja hafnargarða.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær með flygildi yfir höfninni þar sem uppskipun fór fram.

 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024