Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Sandgerðingar komast oftar í sund
Föstudagur 30. janúar 2015 kl. 08:40

Sandgerðingar komast oftar í sund

Ákveðið var við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar að koma til móts við ábendingar íbúa Sandgerðis og hafa sundlaugina opna á fleiri helgidögum en verið hefur. Það hefur verið íbúum Sandgerðis mikið kappsmál að sundlaugin sé oftar opin og gera hana þannig fjölskylduvænni og hún verður það með þessum breytingum.

Fimm rauðir dagar sem áður voru lokaðir verða núna opnir. Þetta eru skírdagur, sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og frídagur verslunarmanna. Þetta eru dagar þar sem fjölskyldan er venjulega öll í fríi og því er verið að koma til móts við fjölskyldur með því að hafa þessa daga opna.

Jafnframt var nýting sundlaugarinnar skoðuð og tekin sú ákvörðun að loka henni klukkan 20:30 í stað 21:00 á vetrartímanum þar sem nýtingin á þessum tíma er ekki nægilega góð.

Nánar má kynna sér opnunartíma hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024