Fréttir

Reykjanesbær blæs til sóknar
Föstudagur 24. október 2014 kl. 10:57

Reykjanesbær blæs til sóknar

Sérstök aðgerðaráætlun í rekstri bæjarins

Skýrsla KPMG um fjárhagsstöðu og framtíðarhorfur bæjarsjóðs Reykjanesbæjar var lögð fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarráð samþykkti að fara í sérstaka aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur úr skýrslu KPMG. Áætlunin beri nafnið „Sóknin,“ en í skýrslunni eru settar fram tillögur að markmiðum um aðgerðir í rekstri bæjarsjóðs, verkefnum sem snúa að B-hluta fyrirtækjum, áherslum í fjárfestingum og aðgerðum vegna efnahags. Fram fer opinn kynningarfundur fyrir íbúa Reykjanesbæjar, fjölmiðla og aðra sem áhuga hafa á efni skýrslunnar. Fundurinn verður haldinn í Stapa, miðvikudaginn 29.október kl. 20:00 þar sem skýrsluhöfundar ásamt bæjarstjóra verði til svara um efni hennar.

Ákveðið var samhljóða í tíð fyrrverandi bæjarstjórnar að vinna umrædda skýrslu og núverandi bæjarstjórn hefur unnið áfram í samræmi við það. Er því full samstaða um niðurstöður hennar.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024