Fréttir

Ofninn var aðeins nýttur 50% hjá United Silicon
Örn Steinar frá Verkís sýndi myndir af Helguvík eins og hún myndi líta út fullnýtt.
Miðvikudagur 21. nóvember 2018 kl. 21:03

Ofninn var aðeins nýttur 50% hjá United Silicon

Vandamál vegna lyktar voru tengdar óstöðugleika í rekstri ofnsins

Ofninn í kísilverksmiðju United Silicon var aðeins í notkun í 50% af tímanum meðan hún starfaði. Búnaður til steypunnar bilaði oft og þá þurfti að grípa til neyðarúthleypinga. Þá voru vandamál vegna lyktar tengdar óstöðugleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í máli Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkfræðistofunni Verkís á íbúafundi í Stapa í kvöld.

Örn fór yfir þróun mála varðandi rekstur kísilvers USi og sagði frá helstu framkvæmdum sem verða m.a. þessar:

- Endurbætur á meðhöndlun, flutningi og geymslu hráefna
- Endurbætur á ofni og stoðkerfum í ofnhúsi
- Endurbætur á málmsteypu og meðhöndlun á steyptum málmi
- Endurbætur á hreinsun útblásturs og meðhöndlun reyks
- Uppsetning neyðarskorteins
- Lagfæringar álóð og umhverfi innan lóðar
- Innleiðing umhverfisstjórnunarkerfis
- Ný starfsmannaaðstaða
- Endurmætur á mannvist í ofnhúsi
- Nýtt verkstæðishús
- Breytingar á meðhöndlun og geymslu framleiddrar vöru

Frummatsskýrsla:
Mat framkvæmdaraðila á umhverfisáhrifum er sett fram í frummatsskýrslu og birt á vef Skipulagsstofnunar.

Matsskýrsla:
Framkvæmdaraðili leggur matsskýrslu fram til Skipulagsstofnunar þegar hann  hefur unnið úr athugasemdum frummatsskýrslu og gert grein fyrir aafstöðu sinni til þeirra

Álit Skipulagsstofnunar:
Skipulagsstofnun vinnur álit um mat á umhverfisáhrifum og kynnir framkvæmdaraðila, almenningi og leyfisveitendum.

Örn fór yfir hvernig staðið yrði að framkvæmdum og sagði að annar íbúafundur yrði haldinn í apríl 2019.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024