Public deli
Public deli

Fréttir

  • Mikið af eðalmálmum í neysluvatnskerfinu
    Jarðborinn Þór borar á Reykjanesi. Mikið af eðalmálmum koma upp með hitaveituvatninu.
  • Mikið af eðalmálmum í neysluvatnskerfinu
    Þessi gullmoli kom reyndar ekki úr borholu á Reykjanesi.
Miðvikudagur 1. apríl 2015 kl. 11:14

Mikið af eðalmálmum í neysluvatnskerfinu

– festist í sigti blöndunartækja og hægir á rennsli

Mun meira af eðalmálmum hefur komið upp úr borholum á Reykjanesi síðustu mánuði en eðlilegt getur talist. Á hverju ári kemur gull og silfur í kílóavís upp úr borholunum en núna telur magnið hundruð kílóa á ársgrundvelli. Íbúar á Suðurnesjum hafa orðið varir við þetta því þegar sigti blöndunartækja grípa gullsand eða silfur hægir aðeins á vatnsrennsli um þau.

HS orka og HS veitur hafa ekki búnað til að vinna þetta magn eðalmálma sem kemur upp með hitaveituvatninu. Þegar magnið er orðið eins mikið og raun ber þá safnast málmarnir fyrir í blöndunartækjum á heimilum fólks. Það eru því meiri líkur en minni á að í sigtum blöndunartækja sé að finna gullsand og silfuragnir.

Þorbergur Lárusson, jarðefnafræðingur hjá PLC rannsóknum, segir að auðveldlega geti safnast nokkur grömm af eðalmálmum á venjulegu heimili. Sturtuhausar safni eðlilega mestu magni málma.

Rúmar 4000 krónur fást fyrir gramm af 24K gulli í dag en gullið sem hefur verið að koma upp úr borholum á Reykjanesi er 18-24K. Það getur því verið eftir álitlegum fjárhæðum að slægjast í sigtum blöndunartækja á Suðurnesjum í dag.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024