Fréttir

Löggan stöðvaði Pókemonveiðar á Ránargötu
Þriðjudagur 19. júlí 2016 kl. 18:06

Löggan stöðvaði Pókemonveiðar á Ránargötu

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður á Ránargötu í Reykjanesbæ eftir að hafa ekið á móti einstefnu á Suðurgötu. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið að aka um með unnustu sinni í leit af Pokemonum og hafi hann ekki verið alveg að fylgjst með umferðamerkjum. Ökumaður játaði brotið og staðfesti vettvangskýrslu með undirskrift sinni, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

„Nú er komið að þeim tímapunkti að við verðum að fara að taka okkur taki, öll sömul, og fylgjast með umhverfinu í kringum okkur er við erum úti í umferðinni. Nú er sumar og mikið af börnum og fólki á götum og gangstéttum og vitandi það að ökumenn eru farnir á Pokemon veiðar á bílunum sínum er galið. Allir vita hættuna sem getur skapast við það að vera í símanum og aka bifreið á sama tíma og er ekkert það mikilvægt að það megi ekki bíða í nokkrar mínútur. Ef það er mikilvægara en svo þá er hægt að fara út í kant og svo má benda á það að handfrjáls búnaður er ódýrari en sektin sem hlýst af því að aka bifreið og nota farsíma. Svo skilst okkur að þetta Pokemon æði sé hin besta hreyfing og viljum við hvetja fólk til að fara út og ganga um bæinn í leit af þessum verum,“ segir á fésbókarsíðu Suðurnesjalögreglunnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024