Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Kaffitár styrkir neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi handa Rohingjum
Miðvikudagur 7. febrúar 2018 kl. 06:00

Kaffitár styrkir neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi handa Rohingjum

Hluti af sölu Hátíðakaffi Kaffitárs fyrir jólin fór í söfnunina fyrir Rohingja. Þökk sé viðskiptavinum Kaffitárs söfnuðust 1.057.000 krónur. Kaffitár bíður að þessu tilefni til morgunverðar miðvikudaginn 7. febrúar á kaffihúsi Kaffitárs í Perlunni og afhendir Rauða krossinum styrkinn. Jafnframt mun Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi RKÍ segja frá ferð sinni til Bangladess.

Eigendur Kaffitárs, Aðalheiður Héðinsdóttir og Eiríkur Hilmarsson, heimsóttu kaffibændur í Mjanmar vorið 2017. Nýlega hafa kaffibændur í Mjanmar fengið þróunaraðstoð frá hjálparsamtökum sem hefur gjörbreytt ræktun þeirra og vinnslu. Gæði kaffisins eru núna orðin slík að bændur geta vænst þess að fá hátt verð fyrir afurð sína, ólíkt því sem áður var.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kaffi frá Mjanmar hefur vakið athygli í kaffiheiminum fyrir tært, ávaxtaríkt og örlítið kryddað bragð, en það er þó nánast óþekkt meðal almennra neytenda. Sem dæmi, þá var Kaffitár fyrsta fyrirtækið í Evrópu að kaupa frá þeim heilan gám milliliðalaust af kaffi í hæsta gæðaflokki.

Hátíðakaffið í ár kom frá yfir 500 fjölskyldum í Shan fylki, en flestir þeirra eiga lítinn skika lands og lifa á landsins gæðum. Rohingjar í Mjanmar hafa neyðst til að flýja yfir til Bangladess Þótt Shan fylki sé friðsælt svæði í miðju landinu, þá hafa yfir hálf milljón Rohingja í Rakhine fylki neyðst til að flýja frá Mjanmar til Bangladess.

Aðstæður í Bangladess eru afar erfiðar en landið er eitt af fátækari ríkjum heims. Átta sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi hafa verið að störfum á vettvangi og útlit er fyrir að fleiri fari út til aðstoðar. Tjaldsjúkrahúsi hefur verið komið upp þar sem heilbrigðisaðstoð fyrir flóttafólk er veitt, auk mataúthlutunar og aðstoðar.