Fréttir

  • Íbúum Voga fjölgar hratt og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði
    Enn heldur íbúum Sveitarfélagsins Voga áfram að fjölga. Samkvæmt nýjustu tölum er fjöldinn nú 1.175, og hefur ekki verið svo margt fólk búsett hér síðan árið 2008.
  • Íbúum Voga fjölgar hratt og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði
    Margir vilja setjast að í Sveitarfélaginu Vogum, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri.
Mánudagur 2. maí 2016 kl. 07:16

Íbúum Voga fjölgar hratt og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði

– margir vilja setjast að í sveitarfélaginu, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum

Enn heldur íbúum Sveitarfélagsins Voga áfram að fjölga. Samkvæmt nýjustu tölum er fjöldinn nú 1.175, og hefur ekki verið svo margt fólk búsett hér síðan árið 2008. Ágæt fólksfjölgun var á síðasta ári, sem var talsvert umfram landsmeðaltal. Það virðist því vera áframhald á þessari þróun.

Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Vogum, og því ljóst að margir vilja setjast að í sveitarfélaginu, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í pistli sem hann ritar í vikulegt fréttabréf sigg í Vogum.

„Þegar hefur verið rætt um að hefja undirbúning á miðbæjarsvæðinu, þar sem gert er ráð fyrir talsverðum fjölda íbúða, og ekki útilokað að á næsta ári verði unnt að hefja úthlutun lóða á því svæði,“ segir bæjarstjórinn jafnframt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024