Í farbanni vegna greiðslukortasvindls

Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum.
 
Maðurinn kom til landsins í fyrradag og handtók lögreglan á Suðurnesjum hann og vistaði á lögreglustöð. Maðurinn kvaðst hafa hitt karlmann í teiti sem hefði tjáð sér að hann starfaði hjá fyrirtæki sem gæti útvegað afslátt á flugmiðum.  Farbannsmaðurinn bókaði svo miða í gegnum teitismanninn að eigin sögn.
 
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.