Fréttir

Hrottaleg árás í Reykjanesbæ
Föstudagur 22. júlí 2016 kl. 15:56

Hrottaleg árás í Reykjanesbæ

17 ára piltur kjálkabrotinn og hlaut opið beinbrot eftir barsmíðar

Hrottafengin árás átti sér stað í Reykjanesbæ í vikunni þar sem sautján ára piltur hlaut mikla áverka eftir fólskulegar barsmíðar frá jafnöldum sínum. Stundin greinir frá málinu en þar segir að pilturinn hafi verið lokkaður upp í bíl hjá árásarmönnum sem gengu svo í skrokk á honum og skildu hann eftir við skipasmíðastöðina í Njarðvík.

Fórnarlambið tvíkjálkabrotnaði, hlaut opið beinbrot og tönn var brotin. Hann mun hafa gengist undir aðgerð í gær vegna áverkanna. Frétt Stundarinnar má lesa hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024