Fréttir

Holt fær gæðamerki eTwinning
Verkefnisstjórar samankomnir ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs Rannís, og Guðmundi Inga Markússyni, sérfræðingi á mennta- og menningarsviði Rannís.
Föstudagur 30. september 2016 kl. 06:00

Holt fær gæðamerki eTwinning

Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ fékk á dögunum gæðamerki frá Rannís, landskrifstofu eTwinning á Íslandi. Tólf önnur verkefni á Íslandi fengu einnig gæðamerki. Leikskólinn Holt fékk gæðamerkið fyrir verkefnið Four headed dragon.
 
Verkefnið var hluti af stærra Erasmus+ verkefni sem tengist lýðræði og læsi. Í eTwinning verkefninu bjuggu leikskólabörnin til sögur um dreka sem voru notaðar til þess að kanna ýmis málefni sem tengdust náttúru, samfélagi og tækni. Samstarfslöndin voru fjögur. Hrefna Sigurðardóttir og Anna Sofia Wahlström eru verkefnisstjórar.

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. eTwinning er hluti af Erasmus+ menntaáætlun ESB og var hleypt af stokkunum árið 2005. Í hverju landi er landskrifstofa sem styður þátttakendur endurgjaldslaust. Hér á landi gegnir Rannís því hlutverki. Yfir þúsund íslenskir kennarar hafa tekið þátt í eTwinning á einn eða annan hátt og telja samstarfsverkefnin brátt sjö hundruð.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024