Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Grunnskólabörnum seldar sígarettur og munntóbak
Mánudagur 6. júlí 2015 kl. 08:51

Grunnskólabörnum seldar sígarettur og munntóbak

Suðurnesin koma illa út í könnun Samsuð.

Lítil breyting á niðurstöðum frá fyrri könnunum, sem allar koma illa út fyrir verslunarmenn og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sem fer með leyfisveitingar og eftirlit á sölu tóbaks.

Fimmtudaginn 28. maí sl. fóru fulltrúar Samsuð, samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, enn einu sinni með börn úr efstu bekkjum grunnskólans á sölustaði tóbaks á Suðurnesjum. Dapurlegt er að segja frá því að 33% verslana, eða 8 af 24, seldu krökkunum sígarettur og 37% verslana, 9 af 24, seldu þeim munntóbak.

Public deli
Public deli

Í kjölfar sölu til ungmennis fer fulltrúi Samsuð inn í verslun, skilar vöru og tilkynnir verslunarstjóra/eiganda verslunar að könnun hafi farið fram og að starfsfólk verslunarinnar hafi gerst brotlegt á reglugerðum um sölu tóbaks til ungmenna.

Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu verslunarmönnum ekki til framdráttar en áhersla verslana á að fylgja lögum um tóbakssölu og þess heldur áhyggjur af viðurlögum, vegna brota á reglum um sölu tóbaks til ungmenna, virðist enginn. 

Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks fer heilbrigðisnefnd hvers landsvæðis með leyfisveitingar og eftirlit á smásölu tóbaks, en niðurstöður reglulegra kannana Samsuð á sölu tóbaks til ungmenna í grunnskólum, leiða líkur að því að eftirlit með þeirri smásölu sé alveg óvirkt.

Undirritaðir, fulltrúar ungmenna á Suðurnesjum, skora á Heilbrigðisnefnd Suðurnesja að gera gangskör í að verslunareigendur fari að lögum og reglum um smásölu tóbaks.

Könnunin var gerð með leyfi forráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á og líklegt er að framhald verði á tóbakssölukönnunum á vegum Samsuð. Fulltrúarnir eru Guðbrandur J. Stefánsson, íþrótta-, og æskulýðsfulltrúi í Garði, Hafþór B. Birgisson, tómstunda-, og forvarnarfulltrúi í Reykjanesbæ, S. Hilmar Guðjónsson, frístunda-, og forvarnarfulltrúi í Sandgerði, Stefán Arinbjarnarson, frístunda-, og menningarfulltrúi Voga og Þorsteinn Gunnarson, sviðstjóri frístunda-, og menningarsviðs í Grindavík.