Fréttir

Gervigras ofan Reykjaneshallar?
Fimmtudagur 21. september 2017 kl. 14:03

Gervigras ofan Reykjaneshallar?

Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir því við íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar að horft verði til uppbyggingar á æfingasvæði við Reykjaneshöll og litið verði til þess í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018 að þar komi nýr gervigrasvöllur í fullri stærð.
Íþrótta- og tómstundaráð er meðvitað um að æfingasvæði við Iðavelli er víkjandi á skipulagi og að æfingatímar á besta tíma í Reykjaneshöll eru fullnýttir. Ráðið tekur undir beiðni knattspyrnudeildarinnar og vonar að hægt sé að tryggja fjármagn til hönnunar og undirbúnings á þessu verkefni sem muni nýtast báðum félögunum í Reykjanesbæ til framtíðar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024