Fréttir

Gamlir beitningaskúrar fá nýtt hlutverk
Garðar Garðarsson við beitningaskúrana sem búið er að breyta í íbúðir. Þær verða opnar um helgina á Sandgerðisdögum.
Laugardagur 27. ágúst 2016 kl. 06:00

Gamlir beitningaskúrar fá nýtt hlutverk

Verið er að leggja lokahönd á breytingar á beitningaskúrum við Vitatorg í Sandgerði og verða litlar íbúðir þar í framtíðinni. Skúrarnir eru um 75 ára gamlir og var mikið líf í kringum þá á sínum tíma og pláss fyrir sex beitningamenn í hverjum skúr. Í stærsta skúrnum voru þeir 14.

Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan í byrjun maí og hefur verið reynt að hafa útlit hússins að utan sem líkast því sem það var áður. Að sögn Garðars Garðarssonar, eiganda hússins, verða íbúðirnar leigðar út. „Ætli þetta svæði verði ekki á endanum 101 Sandgerði. Héðan er stutt í allt, á veitingastaðina, höfnina, verslun og í fræðasetrið,“ sagði hann í léttum dúr. Margt eldra fólk hefur lagt leið sína í beitningaskúrana og fylgst með framkvæmdunum og segir Garðar það hafa gaman af því hve mikil breyting hefur orðið og rifjað upp góðar minningar þaðan frá árum áður.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Íbúðirnar verða opnar nú á Sandgerðisdögum og eru allir velkomnir.

Beitningaskúrarnir eru lægra húsið á myndinni, til vinstri. Efri myndin var tekin árið 1965 og sú neðri á dögunum.