Fréttir

Gæti hangið þurr á morgun
Skjáskot af veðurspá morgundagsins á vedur.is
Miðvikudagur 25. júlí 2018 kl. 12:02

Gæti hangið þurr á morgun

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem býr á Suðurnesjum eða á suðvestur helming landsins að það hefur verið talsvert mikil rigning í sumar og eru því margir á ferð og flugi til þess að forðast kulda og bleytu. Á morgun gætum við hugsanlega fengið fyrsta rigningarlausa daginn en það er talsvert langt síðan að það hefur komið slíkur dagur hér á Suðurnesjum. Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vedur.is:

„Gæti hangið þurrt allra vestast á landinu mest allan morgundaginn og nú er komið að suðvestur og suðurlandi að hafa hæstu hitatölurnar og gæti hitinn farið í 18 gráður þar sem best lætur. Útlit fyrir rólegaheita dag á föstudag og víða nokkuð hlýtt, síst á norðanverðum Vestfjörðum, en á laugardag mun ný lægð gera sig heimakomna með vætu um allt land.“
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024