Fréttir

Flugvellir 20 heitasta lóðin í bænum
Frá framkvæmdum við gatnagerð við Flugvelli í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 15. september 2017 kl. 09:58

Flugvellir 20 heitasta lóðin í bænum

Iceeignir ehf., Verkefni ehf., LxB ehf., Verkferill ehf., Baldur Björnsson, Robert Fisher og Ellert Hannesson hafa öll sótt um lóðina Flugvellir 20 í Reykjanesbæ. 
 
Lóðin er á svæðinu ofan Iðavalla þar sem stefnir í mikla uppbyggingu á næstu misserum. Uppbygging á svæðinu hefur reyndar tafist eftir að tjara og rusl komu upp við uppgröft þegar unnið var að gatnagerð á svæðinu.
 
Þar sem fleiri aðilar en einn sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar er falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum þess á næsta fundi ráðsins.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024