Fréttir

Eldsvoði í Heiðarbóli af völdum flugelda
Mánudagur 1. janúar 2018 kl. 01:02

Eldsvoði í Heiðarbóli af völdum flugelda

- Nágrannar reyndu slökkvistarf áður en slökkvilið kom á vettvang

Flugeldur kveikti talsverðan eld við íbúðarhús í Heiðarbóli í Keflavík um miðnætti í kvöld, gamlárskvöld. Flugeldurinn hrapaði í heitan pott við íbúðarhúsið og kveikti í ábreiðu yfir pottinum og pottinum sjálfum. Þaðan barst eldurinn upp í þakskegg og sprengdi rúður.
 
Nágrannar sáu hvað gerðist og hófu slökkvistarf áður en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang.
 
Talsverður eldur logaði þegar slökkviliðið kom á vettvang en útkallið barst slökkviliðinu þegar klukkuna vantaði fjórar mínútur í miðnætti.
 
Ljósmyndari Víkurfrétta tók myndina hér að ofan með flygildi. Þegar myndin var tekin var ljósmyndaranum ekki ljóst að þarna logaði eldur, enda mikil ljósadýrð á himni þar sem flugeldar sprungu. 
 
Hringur hefur verið dreginn um staðinn þar sem brennur og reykur stígur til himins.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024