Biskup harðlega gagnrýndur af sóknarnefnd Ytri- Njarðvíkursóknar

- Vilja ekki greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar

„Staðan er þannig að Keflavíkursókn sótti um það að Ásbrú yrði innan þeirra sóknarmarka en það hefur engin vinna farið í ganga með að skoða það eitthvað. Hér áður fyrr var það gamli flugvallavegurinn sem skildi sóknirnar í sundur. Það var tekið fyrir erindi sem fór fyrir kirkjuþing en hætt var við það og það tekið af þegar bréf barst frá Ytri- Njarðvíkursókn sem benti á hvað væri ábótavant því það þyrfti að skoða þetta mál frá öllum sjónarhornum. Ytri- Njarðvíkursókn telur þetta vera innan sinna sóknarmarka eins og þetta hefur alltaf verið út frá gamla flugallarveginum, þó svo að það hafi verið settur nýr vegur þá var aldrei neinum sóknarmörkum breytt. Við vitum ekki eftir því hvort þau ætli að sækjast eftir þessu aftur eða gera eitthvað meira úr þessu en það eru alls engin leiðindi í kringum þetta mál. Það er hins vegar eðlilegt að þessir hlutir séu skoðaðir en þetta var sett fyrir kirkjuþing og það er ekki hægt að taka ákvörðun sem ekki var búin að skoða til hlítar og út frá þeim reglugerðum sem kirkjan er með gagnvart svona málum“, segir Pétur Rúðrik Guðmundsson starfsmaður Ytri- Njarðvíkurkirkju.

Biskup hefur verið harðlega gagnrýndur af Sóknarnefnd Ytri- Njarðvíkursóknar vegna tillögu hennar um að færa íbúa á gamla varnarsvæðinu (Ásbrú) undir Keflavíkursókn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sóknarnefnd segir að það eigi ekki að leysa peningavanda Keflavíkur- sóknar með því að „ráðast á aðrar sóknir“ en tillaga biskups var tekin af dagskrá kirkjuþings sem fram fór í síðustu viku. Ytri- Njarðvíkursókn sendi Fréttablaðinu bréf þar sem kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reyni að ná undir sig hluta af Ytri- Njarðvíkursókn. Fréttablaðið birti frétt í síðustu viku um tillögu Séra Agnesar M. Sigurðardóttur biskups á kirkjuþingi um að Hlíðarhverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn.

Lögfræðingur Ytri- Njarðvíkursóknar samdi bréf sem sent var fulltrúum á kirkjuþinginu og var tillaga biskups dregin til baka vegna þess. Í bréfinu kemur fram að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, en ýmis bréf voru meðal annars send á ranga staði. Lögmaður Ytri- Njarðvíkursóknar segir að ekki sé enn búið að rannsaka málið til hlítar, það hafi ekki farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hafi áður reynt að ná hluta Ytri- Njarðvíkursóknar, sögulega tilheyri landið Njarðvíkurprestakalli.

Málið á sér forsögu en í desember 2009 sendi Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup sóknarnefnd Ytri- Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefnd svaraði bréfinu þann 1. febrúar 2010 og var rökum biskups mótmælt lið fyrir lið í svari sóknarnefndar, í svarinu kemur meðal annars fram að því sé fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju sé afar þung, það vanti frekari fjármuni og þá sé heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir. „Rök þess eru nánast móðgandi og gagnvart Ytri- Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan, sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar.“ Þetta kemur fram í bréfi sóknarnefndar Ytri- Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010.