JS Campers
JS Campers

Fréttir

72% hafa áhyggur af mengun í Helguvík
Forsvarmenn United Silicon hafa þurft að sæta gagnrýni vegna mengunar frá verksmiðjunni í Helguvík.
Föstudagur 20. janúar 2017 kl. 07:00

72% hafa áhyggur af mengun í Helguvík

Mikill meirihluti Suðurnesjamanna virðist hafa miklar áhyggjur af mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík miðað við könnun sem gerð var á Víkurfréttavefnum, vf.is. Alls tóku 859 manns í könnuninni.

Þeir sem sögðust hafa áhyggjur eða miklar áhyggjur voru 618 eða 72% þeirra sem tóku þátt. Þeir sem sögðust engar áhyggjur hafa eða verulega litlar áhyggjur voru 250 eða um 28%.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ný spurning hefur verið sett fram á forsíðu vf.is en þar er spurt hvort fólk stundi líkamsrækt.