Karlakórinn
Karlakórinn

Viðskipti

Video: Base hótel opnað formlega á Ásbrú
Skúli og Richard hótelstjóri á Base fögnuðu opnun hótelsins. VF-myndir/pket.
Föstudagur 2. september 2016 kl. 16:28

Video: Base hótel opnað formlega á Ásbrú

Myndasafn frá opnuninni

„Það er ánægjulegt að sjá hversu glæsilegar viðtökurnar hafa verið. Margir hafa lagt á sig mikla og óeigingjarna vinnu til þess að sjá þetta hótel verða að veruleika.  Ég vona að hótelið muni koma til með að efla enn frekar Reykjanessvæðið sem er mjög fallegt og hefur margt skemmtilegt upp á að bjóða sem ferðamannastaður en jafnframt er gaman að geta sett upp eitt öflugasta nútímalistasafn landsins á Reykjanesi,“ segir Skúli Mogensen eigandi Base hótels á Ásbrú en það var opnað formlega í gær.

Richard Henry Eckard, hótelstjóri á Base segir að bygging hótelsins sé búin að vera mikið ævintýri en hann var ráðinn til starfans í lok maí og hóf störf hálftíma eftir að starfsviðtalinu lauk. „Ég var svo sannarlega til í þetta starf og var mættur á fund með hönnuðum þegar í stað. Við náðum að opna í byrjun júní þó svo að ýmislegt hafi vantað upp á en það hefur verioð nánast uppbókað síðan þá. Ég er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist og er bjartsýnn á framtíð Base,“ sagði Richard sem vann síðustu fimmtán árin við hótelrekstur í Danmörku.
Á Base eru 121 herbergi, allt frá kojum upp í svítur og stór fjölskylduherbergi. Á Base er lagt upp með að bjóða mjög fjölbreytt úrval af gistingu. Skúli Mogensen sagði í opnunarræðu að bygging Base væri eins og margt annað hjá Wow, gert á methraða og það hefði tekist með miklum dugnaði Richards og fjölskyldu og fleiri aðila.

Nafnið Base hótel vísar í það tímabil þegar bandaríski herinn hafði þar aðsetur og er með nafngiftinni og útliti hótelsins, sem er málað í felulitum, verið að halda þeirri sögu í heiðri. Jafnframt eru tugir listaverka til sýnis á hótelinu eftir marga af okkar fremstu nútímalistamönnum. Í hluta húsnæðisins á tímum Varnarliðsins voru geymd vopn og er hægt að sjá smá eftirstöðvar „vopabúrsins“ á nýja hótelinu, einnig ýmsa smáhluti sem tengjast stríðinu.

Staðsetning hótelsins er einkar hagkvæm fyrir ferðamenn. Nálægð hótelsins við flugvöllinn gerir þeim sem hyggjast staldra stutt við á Íslandi, á leið sinni til fjarlægari landa, auðveldara fyrir.  www.basehotel.is

Sjá fleiri myndir frá opnuninni í myndasafni sem fylgir fréttinni sem og viðtal við Richard hótelstjóra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Base hótel