Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Viðskipti

Tokyo Sushi tekur við af Bridge á Marriott hótelinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2024 kl. 10:31

Tokyo Sushi tekur við af Bridge á Marriott hótelinu

Veitingastaðurinn Tokyo Sushi opnar á Courtyard by Marriott hótelinu í Reykjanesbæ 1. júlí og mun leysa af hólmi The Bridge Restaurant & Bar. Tokyo Sushi býður upp á nýstárlega japanska matargerð en þrír veitingastaðir fyrirtækisins eru starfræktir á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem Tokyo Sushi er í verslunum Krónunnar.

Tokyo Sushi er þekkt fyrir matseðil sem inniheldur margskonar sushi, sashimi og aðra japanska rétti sem eru útbúnir með ferskustu fáanlegu hráefnum.

„Ég er í skýjunum yfir framtíðar samstarfi með Tokyo Sushi. Þetta er eitt stærsta og flottasta nafnið í bransanum og ég er mjög stoltur af því að geta boðið hann velkominn til Suðurnesja. Tokyo Sushi nýtur mikilla vinsælda og þetta verður því eitthvað til þess að kæta heimafólkið, að gera þeim kleift að nálgast hágæða sushi í sínum eigin heimabæ,“ segir Ívar S. Karvelsson, hótelstjóri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stjórnendur Courtyard by Marriott lýstu yfir ánægju sinni með nýja samstarfið og sögðu að Tokyo Sushi væri kærkomin viðbót á torgið sem er í mikilli uppbyggingu. Þá vildu þeir koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina Bridge veitingastaðarins frá opnun hótelsins.