Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Kennslumyndband fyrir netverslun Nettó - eldri borgarar áhugasamir
Miðvikudagur 13. maí 2020 kl. 14:26

Kennslumyndband fyrir netverslun Nettó - eldri borgarar áhugasamir

Nettó setti nýlega í loftið kennslumyndband fyrir netverslun Nettó. Í myndbandinu er farið ítarlega yfir það hvernig skuli panta heimsendar dagvörur í gegnum netið. Myndbandið er ætlað þeim sem vilja afla sér betri þekkingar á virkni og notendaviðmóti netverslunarinnar. Myndbandið er talsett og leiðir áhorfendur í gegnum hvert einasta skref í kaupferlinu.

„Við höfum séð að netverslun Nettó nær nú til breiðari aldurshóps en áður. Fólk sem er komið á efri ár er áhugasamt og vill nýta sér netverslunina en treystir sér kannski ekki til að ganga frá pöntun í gegnum netið,” segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. „Við töldum því að það gæti gagnast mörgum að framleiða kennslumyndband fyrir netverslunina til að auðvelda fólki kaupferlið á netinu. Við vonumst til þess að myndbandið gagnist flestum og auðveldi þannig viðskiptavinum okkar að fá vörurnar sendar heim að dyrum.“

Public deli
Public deli

Heimsending á dagvöru í gegnum netverslun Nettó er í boði víðs vegar um landið. Viðskiptavinir Nettó geta einnig valið að sækja vörur sínar í verslununum sjálfum og sparað sér þannig tíma. Samtals eru 17 Nettó verslanir um allt land.
Hægt er að nálgast myndbandið með því að smella hér.