Flugger
Flugger

Viðskipti

Icelandir semur við erlent félag um rekstur flugeldhússins á Keflavíkurflugvelli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 18. desember 2023 kl. 11:23

Icelandir semur við erlent félag um rekstur flugeldhússins á Keflavíkurflugvelli

Fyrirtækið Newrest GroupIcelandair tekur við rekstri flugeldhúss Icelandair á Keflavíkurflugvelli 1. febrúar 2024 en fulltrúar félaganna hafa undirritað tólf ára samning um reksturinn. Flugeldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi en þar eru framleiddar veitingar sem boðið er upp á í flugi Icelandair.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að mikil spenna sé fyrir samstarfinu en Newrest er með mikla sérþekkingu á rekstri flugeldhúsa.

„ Þannig getum við aukið gæði og skilvirkni á meðan við einbeitum okkur að því sem við erum best í, að reka flugfélag,“ segir Bogi en Newrest þjónustar flugfélög á borð við SAS, Delta, United Airlines og Air Canada.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það er mikill heiður að hefja samstarf við Icelandair. Flugfélagið hefur sýnt í verki getu sína til að takast á við fjölda áskorana á undanförnum árum og á sama tíma náð góðum árangri í rekstrinum sem og í þjónustu við farþega,“ segha forstjórar Newrest, Jonathan Stent Torriana og Olivier Sadran. Áfram verði markmiðið að styðja við rekstur og vöxt félagsins og halda áfram að þróa úrval veitinga um borð í vélum Icelandair. 

Fjöldi Suðurnesjamanna hefur starfað í flugeldhúsinu undanfarna áratugi.