Viðskipti

Fyrirtækjum sem vilja halda áfram starfsemi í Grindavík fækkar verulega
Jarðýtur á vegum verktaka Almannavarna hófu á mánudag að ýta upp nýjum innri varnar- og leiðigarði austan byggðarinnar í Grindavík sem er ætlað að taka á móti hrauni sem mögulega flæðir yfir varnargarða sem eru orðnir barmafullir. VF/Hilmar Bragi
Laugardagur 11. maí 2024 kl. 06:13

Fyrirtækjum sem vilja halda áfram starfsemi í Grindavík fækkar verulega

Um fjórðungur fyrirtækja í Grindavík hyggjast halda áfram fullum rekstri í bænum að því er fram kemur í nýlegri könnun á meðal fyrirtækja í Grindavík. Í könnun sem gerð var í febrúar ætluðu rúmlega 40% fyrirtækja að halda áfram rekstri í bænum.

Fyrirtækjum sem telja sig geta verið með rekstur í Grindavík þrátt fyrir að náttúruhamförum sé ekki lokið fækkar nokkuð. Er nú innan við þriðjungur en var helmingur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Svipaða sögu má segja um fjölda fyrirtækja sem svara því hvort halda megi áfram rekstri þrátt fyrir að íbúar séu ekki með búsetu í bænum. Það er núna 38,3% en var 58,5%, að því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkur.