Mannlíf

„Konan við hafið“ - minnisvarði um merka konu
Laugardagur 14. desember 2019 kl. 08:25

„Konan við hafið“ - minnisvarði um merka konu

Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst hefur gefið út ljósmyndabókina Konan við hafið. Bókin kom út 18. nóvember 2019 þegar 125 ár voru liðin frá fæðingardegi Unu Guðmundsdóttur.

Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður sá um efnisöflun og hafði umsjón með útgáfunni. Svavar Ellertsson annaðist umbrot og Stapaprent sá um prentun, en Oddi sá um bókbandið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bókin hefur að geyma fjölda ljósmynda af Unu Guðmundsdóttur og samferðarfólki hennar. Einnig eru í bókinni brot úr viðtölum sem Guðmundur Magnússon hefur tekið við fólk sem þekkti Unu. Frásagnir af Unu eftir Ævar R. Kvaran og Guðmund A. Finnbogason gefa bókinni mikið gildi, auk minningarorða sem séra Guðmundur Guðmundsson flutti þegar hann jarðsöng Stefaníu fósturdóttir Unu í ágúst 1953 og minningarorð hans um Unu sem hann jarðsöng í október 1978

Stjórn Hollvina Unu Guðundsdóttur telur bókina góðan minnisvarða um þessa merku konu.

Bókin kostar 4000 krónur. Hafa má samband við Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur formann Hollvinafélags Unu í síma 8663998 og Kristjönu H. Kjartansdóttur gjaldkera í síma 8645250.