Val á jóla- og ljósahúsum í Suðurnesjabæ á aðventu
Nú þegar aðventan er gengin í garð hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið duglegir við að lýsa upp skammdegið og Suðurnesjabæ um leið með hinum ýmsu jólaljósum. Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir vel skreytt og skemmtileg jólahús og er valið í höndum ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar.
Íbúar Suðurnesjabæjar geta nú sent inn ábendingar sem ráðið tekur svo tillit til í vali sínu. Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Suðurnesjabæjar en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 425 3000. Hægt verður að senda inn ábendingar til 16. desember næstkomandi. Ferða-, safna- og menningarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að fara í gönguferðir um sveitarfélagið og njóta jólaljósanna, segir á vef sveitarfélagsins.