Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Eye Of The Tiger er uppáhaldslagið
Föstudagur 22. nóvember 2024 kl. 06:36

Ungmenni vikunnar: Eye Of The Tiger er uppáhaldslagið

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Elías Ármann Gunnarsson
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: Stóru-Vogaskóli, 10. bekkur
Áhugamál: Eldamennska, íþróttir, tölvuleikir

Elías Ármann Gunnarsson er fimmtán ára nemandi í Stóru-Vogaskóla sem sameinar áhuga sinn á íþróttum og tölvuleikjum með því að stunda rafíþróttir. Elías er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði og íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Jakob Bjarki Davíðsson og Friðjón Ingi Davíðsson, Jakob: uppistandari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er fyndnastur í skólanum? Jakob Bjarki Davíðsson.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Eye Of The Tiger.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Biriyani.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Cars 2.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Vatn til að drekka, þurran mat til að borða og fótbolta til að leika mér með.

Hver er þinn helsti kostur? Góður vinur og jákvæður.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Fjarflutningar (teleportation).

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í MK en veit ekki hvaða braut.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Já, rafíþróttir.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum/sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Opinn.