Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Þrettándagleði Grindvíkinga í Kvikunni
Mánudagur 6. janúar 2020 kl. 14:34

Þrettándagleði Grindvíkinga í Kvikunni

Venju samkvæmt kveðja Grindvíkingar jólin með þrettándagleði sem að þessu sinni fer fram í Kvikunni. Að sjálfsögðu má búast við púkum á ferli fyrr um daginn og ekki ólíklegt að þeir fari á stjá um kl. 16 og banki upp á í heimahúsum, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Klukkan 19:00 hefst þrettándagleði í Kvikunni. Öll börn sem mæta í búning í Kvikuna fá glaðning. Boðið verður upp á andlitsmálun á staðnum. Á dagskránni verður m.a.: Álfakóngur og álfadrottning syngja. Útnefning á Grindvíkingi ársins. Grýla, Leppalúði og jólasveinar koma í heimsókn

Að lokinni skemmtun verður svo boðið upp á flugeldasýningu við höfnina sem fjölmörg fyrirtæki í Grindavík bjóða uppá.