Mannlíf

Sóttkví reynir á og getur orðið nokkuð einmanaleg
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 29. mars 2020 kl. 11:51

Sóttkví reynir á og getur orðið nokkuð einmanaleg

Íris Sigtryggsdóttir rekstrarstjóri hjá BYKO Breidd er ein fjölmargra af Suðurnesjum sem hefur sætt sóttkví vegna ferðalaga erlendis. Hún kom frá Spáni og hefur sætt sóttkví frá 14. mars. Hún segir að sóttkvíin reyni á og geti orðið nokkuð einmanaleg. „Ég er samt við störf í fjarvinnu og reyni eftir fremsta megni að dreifa huganum og vinna að ýmsum vinnutengdum verkefnum, þess á milli er ég að þrífa, fylgjast með samfélagsmiðlum og horfa ýmsar streymisveitur,“ segir Íris m.a. í samtali við Víkurfréttir.

Hér má lesa viðtalið við Írisi í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.



Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024