Mannlíf

Reykt í fermingarveislunni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 9. mars 2024 kl. 09:10

Reykt í fermingarveislunni

Grindvíkingurinn Sigmar Eðvarðsson man eftir sjónauka og pennasetti sem hann fékk í fermingargjöf.

Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna?

Þá voru allir fermdir og ekki nein borgaraleg ferming eins og nú þykir fínt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Af hverju léstu ferma þig? 

Ætli ég hafi haft eitthvað um það að segja, þetta var bara tíðarandinn þá.

Hvernig var fermingarundirbúningurinn, presturinn og kirkjan?

Það var gengið til prests í einhverjar vikur, mátaðir kirtlar og æft í kirkjunni.

Var haldin veisla og hvað er eftirminnilegast úr henni?

Það var haldinn veisla seinnipart dags með köldum mat, þar mætti hellingur af frændfólki. Eftirminnilegast er sjálfsagt að þá reykti fólk inni.

Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir?

Sjónaukinn sem ég átti í áratugi og pennasettin sem enn eru til, svo fékk ég einhvern pening.

Mannstu eftir fermingarfötunum eða klippingunni?

Ég var í bláum jakkafötum, frekar síðhærður.

Ertu að fara í einhverjar fermingarveislur?

Nei ekki svo ég viti.