Nettó
Nettó

Mannlíf

Öruggari í umferðinni með hjálm frá Kiwanis
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 17:35

Öruggari í umferðinni með hjálm frá Kiwanis

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu á dögunum börnum í fyrsta bekk grunnskóla hjálma í Kiwanissalnum við Iðavelli í Keflavík. Alls fær 231 barn í Reykjanesbæ og Vogum hjálm þetta árið.
 
Allir sem vildu fengu pulsur og drykk í boði Skólamatar, sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var á staðnum og lögreglubifreið frá lögreglunni. 
 
„Við sendum þeim okkar bestu kveðjur fyrir aðstoðina og óskum börnum í fyrsta bekk til hamingju með nýju hjálmana,“ segir í tilkynningu frá klúbbunum.

 
 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs