Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Mun trúlega skoða Ísland betur og fara á fjöll
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 6. júní 2020 kl. 12:59

Mun trúlega skoða Ísland betur og fara á fjöll

Sigríður Rósa Kristjánsdóttir upplifir árið 2020 þannig að hana langar til að vakna af slæmum draumi. Hún vonar samt að þessu vonda fylgi eitthvað gott. Sigríður ætlar að ferðast innanlands í sumar.

– Nafn:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sigríður Rósa Kristjánsdóttir.

– Fæðingardagur:

12. nóvember 1970.

– Fæðingarstaður:

Reykjavík.

– Fjölskylda:

María B. Lúðvíksdóttir, móðir, Örvar Þór Kristjánsson, bróðir, þrjú börn; Karó Andrea Jónsdóttir, Kristjana Dögg Jónsdóttir og Kristþór Ingi Jónsson.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Ég ætlaði að verða hárgreiðslukona.

– Aðaláhugamál:

Líkamsrækt og útivist, fjallgöngur og eldamennska.

– Uppáhaldsvefsíða:

vedur.is

– Uppáhalds-app í símanum:

Þessa dagana MyFitnessPal.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Kjarninn.

– Uppáhaldsmatur:

Grillmatur og ítalskur matur.

– Versti matur:

Skata.

– Hvað er best á grillið?

Grilluð nautasteik.

– Uppáhaldsdrykkur:

Sangria.

– Hvað óttastu?

Pöddur eða köngulær.

– Mottó í lífinu:

Lifa lífinu lifandi – alltaf.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Pass ...

– Hvaða bók lastu síðast?

Boðorðin eftir Óskar Guðmundsson.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

The Blacklist.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

Fréttir og spennumyndir/-þættir.

– Fylgistu með fréttum?

Já, fylgist með fréttum bæði á neti og sjónvarpi.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Bíó, það er langt síðan en þá Joker.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Michael Jordan.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

UMFN.

– Ertu hjátrúarfull?

Já, frekar ... mikið.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Öll diskótónlist og ‘80.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Þungarokk.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Vinn hjá Isavia í GÁT.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Já, ýmsu var breytt en bara til að passa upp á öryggi fólksins og þá sem við þjónustum. Einnig þrif og sótthreinsun aukin til muna. Allir voru sem einn í þessu verkefni og gekk mjög vel hjá okkur.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Árið 2020 byrjaði ekki vel en öllu illu fylgir eitthvað gott svo trúi því og vona. Upplifunin á þessu ári hefur verið sú að mig langi til að vakna upp af slæmum draumi og allt sé bara eins og áður var.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, held að þetta verði gott sumar og ætla vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og fáum sólríkt sumar.

– Hvað á að gera í sumar?

Sumarfríið er óákveðið en sem komið er en trúlega skoða Ísland betur og fara á fjöll og hjóla úti í náttúrunni – og fá dætur kannski heim til Íslands í frí.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Ætlaði til spánar í sumarfríinu en það verður bara á næsta ári.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Færi með þau á fjórhjólaævintýri í Grindavík, mjög fallegt þar, svo í Bláa lónið. Einnig að sjá Garðskagann, vitann og menninguna þar. Yrði að hafa þau í góðan tíma til að ná að skoða fleira, því nóg er í boði á Suðurnesjum.