Mannlíf

Lögreglumaður bjargaði konu frá drukknun
Hörður Óskarsson lögreglumaður sýndi mikið afrek þegar hann bjargaði konunni frá drukknun í Keflavíkurhöfn.
Sunnudagur 31. janúar 2021 kl. 07:14

Lögreglumaður bjargaði konu frá drukknun

Um kl. 8.55 sl. laugardag er lögreglumennirnir Hörður Óskarsson og Skúli Björnsson voru á eftirlitsferð í nágrenni Keflavíkurhafnar, urðu beir varir við að kona hafði fallið í höfnina. Jafnhliða því sem þeir óskuðu eftir frekari aðstoð lögreglumanna, stakk Hörður sér í sjóinn á eftir konunni, sem þá var að verða örmagna.

Tókst Herði að synda með konuna að báti sem þarna var, en fyrir tilviljun voru menn í lóðsbátnum og brugðu skjótt við og komu á staðinn, og með hjálp þeirra og lögreglumannanna sem komnir voru á staðinn tókst að ná konunni upp og var hún síðan flutt í Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem hún fékk góða aðhlynningu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Algjör tilviljun réði því að lögreglan var þarna á staðnum og mun það hafa orðið konunni til lífs, en að sögn þeirra lögreglumanna sem þarna voru, þá sýndi Hörður Óskarsson af sér mikið afrek þarna og voru viðbrögð hans hárrétt að öllu leyti.

Þessi björgun vekur upp spurningu hvers vegna lögreglan hefur ekki yfir að ráða gúmmíbjörgunarbát t.d. á kerru, eins og lögreglan í Reykjavík hefur á sínum snærum. Væru þeir með bát gæti það skipt sköpum varðandi bjarganir í höfnum Suðurnesja, því í dæminu hér að ofan er það algjör tilviljun að lóðsbátinn sé tilbúinn til aðstoðar. Hefði þetta skeð að nóttu til eða á einhverjum öörum tíma, hefði verið óvíst um örlög konunnar. Er því hér um lífsspursmál að ræða að einhverjir aðilar gefi lögreglunni gúmmíbát til björgunar úr höfnum, því þó takist að synda að þeim sem bjargarer þurfi, gengur oft illa að koma viðkomandi á land án þess að lítill bátur  sé til staðar. - epj.

VF.is birtir eldra efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli. Meðfylgjandi grein birtist 13. október 1983.