Mannlíf

Hljóðfærakynning fyrir Forskóla 2
Mánudagur 4. mars 2024 kl. 15:51

Hljóðfærakynning fyrir Forskóla 2

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar efnir til hinnar árlegu hljóðfærakynningar fyrir nemendur Forskóla 2, laugardaginn 9. mars næstkomandi. Nemendur í Forskóla 2 eru öll börn í Reykjanesbæ í 2. bekk grunnskólanna.

Dagskráin hefst kl.10:30 í Rokksafni Íslands í Hljómahöll, með stuttum tónleikum forskólanemendanna þar sem þeir flytja tvö hressileg lög við undirleik kennarahljómsveitar tónlistarskólans. Að tónleikunum loknum fá nemendurnir kynningar í stofum tónlistarskólans á þeim hljóðfærum sem hæfa ungum börnum að hefja nám á að loknu forskólanáminu. Það verða kennarar skólans sem sjá um kynningarnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nemendur forskólans fá að handleika og prófa hljóðfærin og munu tónlistarkennararnir leiðbeina þeim við það. Hljóðfærakynningunni, og þar með dagskránni, lýkur kl.12:15.